Wednesday, 11 March 2009

Dagskráin fyrir viðburði vorsins er að taka á sig mynd

Opnuð hefur verið heimasíða árgangsins og hana er að finna undir vefslóðinni http://verkbok.googlepages.com/olnbogabörnkerfisins en þar er að finna allar helstu upp¬lýsingar varðandi undirbúning hátíðahaldanna.

Á heimasíðunni er safnað saman ljósmyndum, gömlum og nýjum, sem senda má inn til Þóru Jónsdóttur á netfangið (vbok(hja)vbok.is) sem kemur þeim þar fyrir. Einnig er óskað eftir því að send verði inn lög sem við munum eftir frá menntaskólaárunum, og árunum þar í kring, ásamt vefslóð þar sem þau er að finna. Þóra setur svo lögin á vefinn og við getum rifjað þau þar upp í sameiningu.

I.
Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, höldum við á Þjóðminjasafnið kl.18.00. Skoðuð verður, undir leiðsögn sérfræðings, sýningin Endurfundir. Á henni getur að líta afrakstur fornleifarannsókna sem styktar voru úr Kristnihátíðarsjóði. Að því loknu um kl. 19.30 höldum við niður í bæ á veitingastaðinn Fjalaköttinn þar sem verður búið að panta matarmikla súpu og brauð fyrir hópinn. Þar gefst svo tækifæri til að hitta mann og annan. Verð fyrir súpuna og aðgöngumiði inn á safnið mun kosta 1.900 kr. á manninn. Þeir sem ætla að koma þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi sunnudaginn 19.apríl.

II.
Föstudaginn 15. maí kl. 20.00 höldum við ball í Iðnó. Fyrirkomulagið verður með svipuðum hætti og síðast, þegar við héldum upp á 30 ára afmælið, standandi borðhald og auðvelt að hitta fólk til að spjalla. Ballið mun standa til kl. 1.00 eftir miðnætti. Aðgöngumiðinn mun kosta 3.900 kr. Þeir sem ætla að koma á ballið þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi mánudaginn 11.maí.


Bekkjarráðsmenn sjá um að selja aðgang og nauðsynlegt verður að borga fyrirfram.
Þeir sem vilja eignast útskriftarbækurnar Olnbogabörn kerfisins frá 1974 og 1999 geta sett sig í samband við Sirrý og Svein sem eru með bækurnar til sölu á aðeins 1000 kr. hvora bók.

No comments:

Post a Comment