Thursday, 5 February 2009

Olnbogabörn kerfisins verða 35 ára stúdentar í vor!

Jibbý, við verðum 35 ára stúdentar í vor! "Til hamingju með húuna!" Munið þið þegar við útskrifuðumst, á uppstigningardegi, vorið 1974? Við vorum stór hópur, 8 bekkir og um 160 manns. Sólin skein og veðrið var yndislegt. Það var tekin mynd af okkur fyrir utan skólann, Menntaskólann við Hamrahlíð. Lífið beið okkar og brosti við okkur.

Núna erum við að verða 35 ára stúdentar, frekar ótrúlegt, en satt samt. Í tilefni af þessum merku tímamótum, ætlum við að nota tækifærið og hittast, alla vega tvisvar á komandi vori.

Við ætlum að búa til heimasíðu þar sem við setjum inn upplýsingar um það sem við ætlum að gera í tilefni hinna spennandi tímamóta. Þótt við séum 35 ára stúdentar, erum við ung og við ætlum að gera skemmtilega hluti í vor og slá upp balli.

Meira síðar....

No comments:

Post a Comment