Wednesday, 15 January 2014
Fimm árum síðar..... 40 ára stúdentsafmælið!
Olnbogabörn kerfisins verða 40 ara stúdentar í vor, 2014! Þeim timamótum munum við sannarlega fagna. Fyrsti undirbúningsfundurinn var haldinn í gær, 14.1.14 og málinu ýtt úr vör. Bekkjarráðsmenn einstakra bekkja munu hafa samband við sitt fólk um leið og staður og stund fyrir skemmtilegheitin er ákveðinn. Þangað til hlökkum við bara til að fá að vita meira!
Wednesday, 3 June 2009
Útskrift MH 23. maí 2009
Bolli var fulltrúi okkar við útskrift stúdenta frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 23. maí sl. Hann hélt ræðu og sagði nýstúdentunum og fjölskyldum þeirra frá því hvað við værum frábær og að við hefðu útskrifast úr MH nákvæmlega þennan dag 35 árum áður og hvað veðrið hefði verið gott þann dag eins og sjá má á myndinni sem var tekin af okkur við þetta tilefni. Myndin er nú, 35 árum síðar, komin á rafrænt form og má skoða hér
Fyrir hönd árgangsins gaf Bolli peningagjöf í Beneventumlistskreytingasjóðinn.
Fyrir hönd árgangsins gaf Bolli peningagjöf í Beneventumlistskreytingasjóðinn.
Wednesday, 20 May 2009
Laugardaginn 23. maí 2009
Við útskrift í MH (útskriftardagurinn okkar fyrir 35 árum) mun forseti vor, Bolli Héðinsson, afhenda gjöf í nafni árgangsins í listskreytingarsjóð MH
Wednesday, 11 March 2009
Dagskráin fyrir viðburði vorsins er að taka á sig mynd
Opnuð hefur verið heimasíða árgangsins og hana er að finna undir vefslóðinni http://verkbok.googlepages.com/olnbogabörnkerfisins en þar er að finna allar helstu upp¬lýsingar varðandi undirbúning hátíðahaldanna.
Á heimasíðunni er safnað saman ljósmyndum, gömlum og nýjum, sem senda má inn til Þóru Jónsdóttur á netfangið (vbok(hja)vbok.is) sem kemur þeim þar fyrir. Einnig er óskað eftir því að send verði inn lög sem við munum eftir frá menntaskólaárunum, og árunum þar í kring, ásamt vefslóð þar sem þau er að finna. Þóra setur svo lögin á vefinn og við getum rifjað þau þar upp í sameiningu.
I.
Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, höldum við á Þjóðminjasafnið kl.18.00. Skoðuð verður, undir leiðsögn sérfræðings, sýningin Endurfundir. Á henni getur að líta afrakstur fornleifarannsókna sem styktar voru úr Kristnihátíðarsjóði. Að því loknu um kl. 19.30 höldum við niður í bæ á veitingastaðinn Fjalaköttinn þar sem verður búið að panta matarmikla súpu og brauð fyrir hópinn. Þar gefst svo tækifæri til að hitta mann og annan. Verð fyrir súpuna og aðgöngumiði inn á safnið mun kosta 1.900 kr. á manninn. Þeir sem ætla að koma þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi sunnudaginn 19.apríl.
II.
Föstudaginn 15. maí kl. 20.00 höldum við ball í Iðnó. Fyrirkomulagið verður með svipuðum hætti og síðast, þegar við héldum upp á 30 ára afmælið, standandi borðhald og auðvelt að hitta fólk til að spjalla. Ballið mun standa til kl. 1.00 eftir miðnætti. Aðgöngumiðinn mun kosta 3.900 kr. Þeir sem ætla að koma á ballið þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi mánudaginn 11.maí.
Bekkjarráðsmenn sjá um að selja aðgang og nauðsynlegt verður að borga fyrirfram.
Þeir sem vilja eignast útskriftarbækurnar Olnbogabörn kerfisins frá 1974 og 1999 geta sett sig í samband við Sirrý og Svein sem eru með bækurnar til sölu á aðeins 1000 kr. hvora bók.
Á heimasíðunni er safnað saman ljósmyndum, gömlum og nýjum, sem senda má inn til Þóru Jónsdóttur á netfangið (vbok(hja)vbok.is) sem kemur þeim þar fyrir. Einnig er óskað eftir því að send verði inn lög sem við munum eftir frá menntaskólaárunum, og árunum þar í kring, ásamt vefslóð þar sem þau er að finna. Þóra setur svo lögin á vefinn og við getum rifjað þau þar upp í sameiningu.
I.
Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, höldum við á Þjóðminjasafnið kl.18.00. Skoðuð verður, undir leiðsögn sérfræðings, sýningin Endurfundir. Á henni getur að líta afrakstur fornleifarannsókna sem styktar voru úr Kristnihátíðarsjóði. Að því loknu um kl. 19.30 höldum við niður í bæ á veitingastaðinn Fjalaköttinn þar sem verður búið að panta matarmikla súpu og brauð fyrir hópinn. Þar gefst svo tækifæri til að hitta mann og annan. Verð fyrir súpuna og aðgöngumiði inn á safnið mun kosta 1.900 kr. á manninn. Þeir sem ætla að koma þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi sunnudaginn 19.apríl.
II.
Föstudaginn 15. maí kl. 20.00 höldum við ball í Iðnó. Fyrirkomulagið verður með svipuðum hætti og síðast, þegar við héldum upp á 30 ára afmælið, standandi borðhald og auðvelt að hitta fólk til að spjalla. Ballið mun standa til kl. 1.00 eftir miðnætti. Aðgöngumiðinn mun kosta 3.900 kr. Þeir sem ætla að koma á ballið þurfa að láta sinn bekkjarráðsmann vita og borga honum í síðasta lagi mánudaginn 11.maí.
Bekkjarráðsmenn sjá um að selja aðgang og nauðsynlegt verður að borga fyrirfram.
Þeir sem vilja eignast útskriftarbækurnar Olnbogabörn kerfisins frá 1974 og 1999 geta sett sig í samband við Sirrý og Svein sem eru með bækurnar til sölu á aðeins 1000 kr. hvora bók.
Wednesday, 25 February 2009
15. maí kl. 20.00 í Iðnó
Búið er að ákveða að 35 ára stúdentsafmælið verði 15. maí 2009 kl. 20.00 í Iðnó. Búast má við standandi partýi með fingrafæði og tónlist við hæfi. Ekki er búið að ákveða hvenær upphitunin í apríl fer fram en líklega verður það þó annað hvort 17. eða 22. apríl. Læt vita síðar um nánara fyrirkomulag t.d. hvenær og hvert þátttökutilkynningar eiga að berast.
Tuesday, 24 February 2009
Dagsetning 35 ára afmælishátíðar
Kæru samstúdentar MH 1974.
Undirbúningsnefnd 35 ára stúdentsafmælisins okkar hittist í dag. Í stuttu máli, þá ætlum við að halda "ball" föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20.00. Nánari upplýsingar koma síðar. Til að hita upp fyrir sjálft 35 ára afmælið stefnum við á að hittast kvöldstund í apríl. Ég læt ykkur vita þegar ég veit meira. Ef þið eruð í sambandi við einhvern af okkar góðu bekkjarsystkinum, megið þið gjarnan senda þeim boð um að vera með í hópnum okkar á Fésbókinni. Og senda þeim tengil á síðuna okkar, á hana mun ég einnig setja nýjustu upplýsingar um hátíðarhöldin í vor.
Með bestu kveðjum, Þóra
Undirbúningsnefnd 35 ára stúdentsafmælisins okkar hittist í dag. Í stuttu máli, þá ætlum við að halda "ball" föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20.00. Nánari upplýsingar koma síðar. Til að hita upp fyrir sjálft 35 ára afmælið stefnum við á að hittast kvöldstund í apríl. Ég læt ykkur vita þegar ég veit meira. Ef þið eruð í sambandi við einhvern af okkar góðu bekkjarsystkinum, megið þið gjarnan senda þeim boð um að vera með í hópnum okkar á Fésbókinni. Og senda þeim tengil á síðuna okkar, á hana mun ég einnig setja nýjustu upplýsingar um hátíðarhöldin í vor.
Með bestu kveðjum, Þóra
Thursday, 5 February 2009
Olnbogabörn kerfisins verða 35 ára stúdentar í vor!
Jibbý, við verðum 35 ára stúdentar í vor! "Til hamingju með húuna!" Munið þið þegar við útskrifuðumst, á uppstigningardegi, vorið 1974? Við vorum stór hópur, 8 bekkir og um 160 manns. Sólin skein og veðrið var yndislegt. Það var tekin mynd af okkur fyrir utan skólann, Menntaskólann við Hamrahlíð. Lífið beið okkar og brosti við okkur.
Núna erum við að verða 35 ára stúdentar, frekar ótrúlegt, en satt samt. Í tilefni af þessum merku tímamótum, ætlum við að nota tækifærið og hittast, alla vega tvisvar á komandi vori.
Við ætlum að búa til heimasíðu þar sem við setjum inn upplýsingar um það sem við ætlum að gera í tilefni hinna spennandi tímamóta. Þótt við séum 35 ára stúdentar, erum við ung og við ætlum að gera skemmtilega hluti í vor og slá upp balli.
Meira síðar....
Núna erum við að verða 35 ára stúdentar, frekar ótrúlegt, en satt samt. Í tilefni af þessum merku tímamótum, ætlum við að nota tækifærið og hittast, alla vega tvisvar á komandi vori.
Við ætlum að búa til heimasíðu þar sem við setjum inn upplýsingar um það sem við ætlum að gera í tilefni hinna spennandi tímamóta. Þótt við séum 35 ára stúdentar, erum við ung og við ætlum að gera skemmtilega hluti í vor og slá upp balli.
Meira síðar....
Subscribe to:
Posts (Atom)